Útrunnið Parzan, er það í lagi?

Spurning:
Er í lagi að taka inn Parzan sem er útrunnið síðan 2001, hefur það einhverja virkni? Getur það verið hættulegt?

Svar:
Ég get hvorki fullyrt um hvort svona gamalt Parzan hefur glatað virkni sinni eða hvort eitthvað hefur gerst í lyfinu á þessum tíma sem gerir það hættulegt. Ég mæli hins vegar eindregið gegn því að þú sért að taka inn lyf sem hefur fyrnst fyrir 5 árum. Það er ekki áhættunnar virði.  Þess má geta að Lobac sem er upprunalega lyfið með þessari samsetningu og Parzan voru tekin af markaði á sínum tíma (í kringum 1998) vegna aukaverkana. Það ætti að vera enn frekari ástæða til að taka lyfið ekki inn.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur