Vegna Herpes

sæl/sæll

Langar aðeins að fræðast um Herpes, en svo er staðan að stúlka sem ég svaf hjá fyrir nokkrum dögum, var að greinast með veiruna og ég geri mer fulla grein fyrir að ég hlýta að vera með hana líka þá. en þar sem ég var að koma úr langvarandi sambandi, þar sem ég hef ekki verið með veiruna eða ekki mer vitandi, hvort hægt sé að smitast af Herpesi á annan hátt en með kynlífi.

 

Sæll.

Herpes simplex vírusinn smitast með líkamsvessa, munnvatni, úr sýktum sárum og sáravökva og augnvökva.  Veiran smitar aðallega þegar sár eða sáravökvi snertir slímhúð kynfæris, endaþarms, augna, vara(kossar) eða munns bólfélagans.
Smit getur einnig átt sér stað ef maður fær sýktan sáravökva á hendurnar og snertir síðan eigin slímhúð eða slímhúð annarra. Smit berst ekki með klæðnaði, klósettsetum eða handklæðum.

Herpes simplex 1  veldur oftar varaáblæstri ca 60% tilfella og herpes simplex 2 oftar kynfæraáblæstri.  Margir eru með veiruna í sér óaðvitandi, sérstaklega herpes simplex 1. Ef þú hefur einhvern tímann smitast af herpes simplex 1 hefur líkaminn myndað mótefni sem getur varið þig að einhverju leyti gegn herpes simplex 2. Þú skalt fara til læknis og láta mæla mótefni gegn veirunni og fá úr því skorið hvort þú sért smitaður.

ítarefni um kynfæraáblásut er að finna á :

http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12520/Kynfaeraablastur-%28herpes%29

 

Gangi þér vel.