Verkur í maga – ekki gallsteinar

Síðast liðin 7 ár eða svo hef ég verið að fá svakalega slæman verk í magann af og til. Verkurinn er á staðnum þar sem gallbraðran er víst. Ég fæ verkin helst ef ég borða fituríkan mat og þá oft mikið af honum en það er misjafnt hvað þarf til. T.d um daginn borðaði ég smá plokkfisk og fékk svakalegt kast. Ég fór til læknis um daginn og var send í ómskoðun og blóðprufu en það kom allt jákvætt út úr því. Er s.s ekki með gallsteina eins og ég hélt, hvað getur þetta þá verið ?

Þakka þér fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar aðrar ástæður fyrir kviðverkjum, magabólgur er ein þeirra, þó svo ekki sé mikill brjóstsviði. Ef verkirnir eru krampakenndir og á þessum stað og tengjast fituríku fæði er þó gallblaðran líklegust. Stundum sjást engir steinar né breytingar á blóðrannsóknum og getur þurft að gera ísótóparannsókn og jafnvel magaspeglun. Mikilvægt er að fá rétta greiningu ef þetta er svona langvarandi og getur verið skynsamlegt að leita til meltingarlæknis

Gangi þér vel