Vesen í endaþarmi

Sæll/sæl
Ég er stanslaust með þá tilfinningu að ég sé búinn að prumpa
blautu og er með óþægindi í endaþarmi. Ég er alltaf á klósettinu
að skeina en það er ekkert að gerast. Með von um svör fljótlega.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þarna  er mögulega um gyllinæð að ræða. Hér er grein sem þú getur lesið þér til um þann kvilla. Ég hvet þig til þess að fara til heilsugæslulæknis og fá skoðun og mat á því hvort svo sé eða eitthvað annað á ferðinni og eins til þess að fá rétta meðferð.

Gangi þér vel