Vökvasöfnun í pung

Fyrirspurn:

Ég lét taka mig úr sambandi fyrir nokkrum árum, þá minntist læknirinn á við mig að það væri svolítið mikill vökvi í pungnum. Og benti mér að láta þvagfæralækni kíkja þetta, ég hef ekki gert það enda hefur þetta ekkert verið að plaga mig. En nú finnst mér vökvinn vera farinn að aukast  svo mín spurninga hvað er  gert í svona vandamáli og hvert á ég að leita ???

Aldur:

47

Svar:Sennilega er um vökvasöfnun í pung að ræða, "vatnseista", en þá er vökvi milli punghúðar og eistans, en ekki í eistanu sjálfu. Það þarf að útiloka kviðslit sem gengur niður í pung sem og alltaf æxlisvöxt (ólíklegt mjög ef verið árum saman). Oftast er tappað af þessu og settur vökvi inn (lyf) sem minnkar eða hindrar nýja söfnun. Stundum skurðaðgerð ef mjög stórt eða endurtekið. Best að panta tíma hjá þvagfæraskurðlækni.                                                                                                                                                                              Með kveðju,Valur Þór Marteinsson, þvagfæraskurðlæknir