Vond lykt af hægðum

Ég glími við afar vonda lykt af hægðunum. Þetta hefur alls ekki verið svona áður, hvað gæti valdið þessu? Ennfremur er ég ýmist með hægðatregðu eða niðurgang og er að taka mjólkursýrugerla sem mér finnst jafna þetta aðeins. En það virðist vera sama hvað ég borða, lyktin er sú sama. Ég drekk mikið vatn, sneiði hjá sykri og nota helst ekki mjólkurvörur.
Hef verið að leita að greinum um þetta en finn ekki.

Sæl.

Þetta lýsir sér sem einhver ruglingur í þarmaflóru hjá þér, en spurningin er hvað veldur. Þú segist sneiða að mestu frá sykri og mjólkurvörum, en þá gæti það verið hveiti/glútein ?

Ég hvet þig til að fara til læknis og fá að skila inn hægðaprufu.

Gangi þér vel