Vörtur

Fyrirspurn:

Ég er 71 árs kona sem hef fengið litlar vörtur á báðar hliðar líkamans undir brjóstum og á hálsi. Ég fór til húðsjúkdómalæknis sem sagði þetta vera öldrunarmerki bauðst til að taka þær en sagði þær koma strax aftur. Ég fór til annars sérfræðings og taldi hann að konur á öllum aldri gæti fengið þær. Ég lét taka þær sem voru á líkamsbolnum, en hann treysti sér ekki til að taka þær sem voru undir brjóstum og á hálsi. Mér datt sjálfri í hug að nota Locoid sem ég nota gegn exem á höndum og þær hurfu undir brjóstum en ekki á hálsi. Eru til nokkur smyrsl sem kynnu að vinna á vörtum á hálsi?

Með fyrirfram þökk fyrir svar.

Svar:

Sæl,

Ég þekki engin krem sem geta unnið á svona húðbreytingum.  Nú veit ég ekki hvort þú ert að lýsa litlum ljósum húðsepum eða flötum dökkum og hrjúfum skellum.  Hvort heldur sem er þá ættu sterakrem eins og locoid ekki hafa áhrif.

Kveðja,

Gunnlaugur Sigurjónsson heilusgæslulæknir