Vörtur á skapabörmum

Spurning:

Ég er 18 ára gömul stúlka sem hef um nokkurt skeið (eftir að hafa sofið hjá strák sem ekki notaði smokk) fengið vörtur af og til á skapabarmana, ekki ósvipaðar graftarbólum, en fullar af vökva. Þær hverfa eftir dálítinn tíma en koma svo aftur. Hvað er þarna á ferðinni?

Svar:

Sú lýsing sem þú gefur á einkennunum nægir ekki til þess að skera úr um hvað er á ferðinni. Eitt af því sem kemur til greina er herpes sýking. Hún lýsir sér yfirleitt í því að fyrst verður fólk vart við ertingu en svo myndast nokkrar blöðrur fullar af vökva.
Þú átt að fara til læknis og láta hann skoða þig næst þegar þú verður þessa vör. Hann getur greint þetta með vissu. Smokkar veita vörn gegn kynsjúkdómum.

Gangi þér vel.

Kveðja,
Erla Sveinsdóttir, læknir