Vörtur inn í legháls?

Spurning:
Hvernig getur maður fengið vörtur inn í legháls? Af hverju koma þær?

Svar:

Sæl.
 
Kynfæravörtur eru einn algengasti kynsjúkdómurinn á Íslandi, þetta er veirusýking sem smitast m.a. með samförum. Það geta komið vörtur á ytri kynfæri kvenna sem og uppí leggöngunum, vörturnar geta einnig komið á og í leghálsinum. Legið er eiginlega eins og pera í leginu og leghálsinn því eins og hálsinn á perunni, í gegnum leghálsinn er gangur sem liggur frá leggöngunum og inní legið. Stundum berst veirusýkingin þarna inní ganginn og veldur vörtum þar.
 
kveðja…
 
Forvarnarstarf læknanema