Áhættupróf – beinþynning

Ertu í hættu á að fá beinþynningu? Kannaðu beinheilsu þína. Taktu Millenium einnar mínútu áhættupróf fyrir beinþynningu!

1. Hafa foreldrar þínir, annað eða bæði, mjaðmarbrotnað við lítilsháttar fall eða árekstur?
Já Nei

2. Hefur þú beinbrotnað við lítilsháttar fall eða árekstur?
Já Nei

3. Hefur þú tekið inn corticosteriod töflur (prednisolon, cortsone, o.s.frv.) í meira en þrjá mánuði?
Já Nei

4. Hefur líkamshæð þín lækkað meira en um 3 sm?
Já Nei

5. Neytir þú mikils áfengis reglulega?
Já Nei

6. Reykir þú meira en 20 sígarettur á dag?
Já Nei

7. Þjáist þú af langvarandi niðurgangi?
Já Nei

Fyrir konur:

8. Hófust tíðahvörf hjá þér fyrir 45 ára aldur?
Já Nei

9. Hafa tíðarblæðingar stöðvast í 12 mánuði eða lengur (af öðrum ástæðum en vegna þungunar)?
Já Nei

Fyrir karla:

10. Hefur þú einhvern tíma þjáðst af getuleysi, minnkaðri kynhvöt, eða öðrum einkennum tengdum lágu magni af karlkynshormóni í blóði?
Já Nei
Ef þú hefur svarað einhverri þessara spurninga játandi, getur þú verið í áhættu á að fá beinþynningu. Við mælum með því að þú hafir sambandi við þinn lækni sem mun ráðleggja þér hvort það sé nauðsynlegt að skoða þig betur. Góðu fréttirnar eru þær að þar er tiltölulega auðvelt að greina beinþynningu og það er hægt að meðhöndla hana. Fáðu upplýsingar hjá Beinvernd um það hvernig þú getur breytt lífsháttum þínum og minnkað hættuna á að fá beinþynningu. Þú getur nálgast Beinvernd í gegnum www.beinvernd.is eða í síma 897-3119. Netfangið er beinvernd@beinvernd.is