Beinbrot – Rifbeinsbrot

Hvað sérðu?
Helstu einkenni rifbeinsbrots eru sársauki við að anda, hósta eða hreyfa sig.

Hvað gerirðu?
• Reyndu að takmarka hreyfingu. Láttu hinn slasaða halda púða eða einhverju öðru mjúku að áverkastaðnum.
• Fáðu hinn slasaða til að anda djúpt og hósta á minnst klukkustundarfresti til að forðast lungnabólgu.
• Leitaðu læknishjálpar

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands