Flutningur slasaðra – Umferðarslys

Neyðarflutningur úr bíl
• Færðu bílsætið eins aftarlega og hægt er. Stingdu höndunum á þér undir hendurnar á þeim slasaða og gríptu þéttingsfast um annan framhandlegginn á honum með báðum höndunum.
• Fáðu einhvern annan til að styðja við höfuðið á meðan á flutningi stendur.
• Dragðu hinn slasaða út úr bílnum í láréttri stöðu.
• Biddu einhvern nærstaddan að hjálpa þér að lyfta undir fæturna á viðkomandi og leggðu þann slasaða niður.

Flutningur af vegi
Ef flytja þarf slasaðan einstakling í flýti út af vegi og í öruggt skjól er gott að nota undirhandargrip til að lyfta og draga viðkomandi af staðnum.
• Farðu fyrir aftan hinn slasaða.
• Settu hendurnar á þér undir hendurnar á honum.
• Gríptu um framhandlegginn á viðkomandi með báðum höndum.
• Stattu upp og lyftu efri hluta líkamans upp af veginum.
• Dragðu hinn einstaklinginn út í vegkantinn eða þangað sem öryggi hans er tryggt.
• Ef tveir hjálpast að við flutninginn getur annar lyft undir fætur viðkomandi.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands.