Hitakvillar

Saklausir hitakvillar eru hitaaðsvif, hitabjúgur og svitabólur.

Hvað sérðu?
• Þeir sem fá hitaaðsvif, fá svima eða falla í yfirlið í miklum hita.
• Hitabjúgur einkennist af bólgu við ökla og fætur. Ástæðan er salt- og vatnsskortur en hitabjúgur gengur oftast yfir þegar fólk venst hitanum.
• Svitabólur eða hitaútbrot eru kláðablettir sem myndast vegna svita sem liggur á húðinni.

Hvað gerirðu?

• Þeir sem fá hitaaðsvif eiga að leggjast á svalan stað og drekka vatn ef þeim er ekki óglatt.
• Til að minnka hitabjúg er gott að lyfta undir fætur og klæðast teygjusokkum.
• Besta ráðið gegn svitabólum og hitaútbrotum er að þurrka og kæla húðina.

 

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegur leyfi Rauða kross Íslands