Höfuðkúpubrot

Afar erfitt er að greina höfuðkúpubrot öðruvísi en með röntgenmyndatöku nema aflögunin sé svo mikil að hún sé sýnileg.

Hvað sérðu?
Einkenni höfuðkúpubrots eru meðal annars þessi:
• Sársauki.
• Aflögun á höfuðkúpunni.
• Misstór sjáöldur.
• Blæðing úr eyrum og/eða nefi.
• Tær, bleiklitaður og vatnskenndur mænuvökvi sem lekur úr eyra eða nefi. Til að sjá hvort um mænuvökva er að ræða er gott að láta hann leka á vasaklút, koddaver eða annað slíkt. Mænuvökvi myndar bleikan hring líkan skotmarki kringum svolítið blóðlitaðan kjarna.
• Glóðarauga báðum megin (þvottabjarnaraugu) nokkrum tímum eftir slysið.
• Mar aftan við eyrun nokkrum tímum eftir slysið.
• Mikil blæðing úr höfuðleðri. Í sárinu gæti skinið í höfuðkúpuna eða heilavef.
• Gat (til dæmis eftir byssukúlu) eða aðskotahlut.
 
Hvað gerirðu?

• Hringdu í Neyðarlínuna 112.
• Stöðvaðu blæðingu með því að þrýsta á jaðra sársins en ekki beint á það.
• Skorðaðu háls hins slasaða.
• Leggðu dauðhreinsaðar umbúðir yfir sárin. 
• Á meðan beðið er eftir aðstoð fylgstu með meðvitund og öndun.

Varúð: Ekki
• Hefta leka blóðs eða mænuvökva úr eyra eða nefi. Það gæti valdið auknum þrýstingi á heilann.
• Fjarlægja aðskotahlut úr höfði; skorðaðu hann með þykkum umbúðum.
• Hreinsa opið höfuðkúpubrot því við það gæti sýking komist í heilann.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands