Kjúklingabringur og rautt pestó

Þessi réttur er afar fljótlegur, einfaldur en að sama skapi góður. Hentar vel þegar þarf að elda góðan mat með lítilli fyrirhöfn.

 

 

 Rétturinn er fyrir fjóra

Efni:

 • 1 kg kjúklingabringur

   

 • 150 – 200 gr. rautt pestó – því betra pestó því betri réttur

   

 • 100 gr. ristaðar furuhnetur

   

 • 100 gr. nýrifinn paramesan ostur

   

 • svartur pipar

   

 • 20 – 30 blöð söxuð fersk basilíka

Aðferð:
Hver kjúklingabringa er skorin í tvennt, piprið með svörtum pipar og setið í eldfast mót. Rauðu pestó smurt á hverja bringu og basilíkunni stráð yfir. Sett inn í 200 °C heitan ofn í u.þ.b. 30 mín. Ristuðum furuhnetum og paramesan ostinum stráð yfir að steikingu lokinni.

 

 

 

Meðlæti:
Gott spaghetti og Kirsuberjatómasalat hentar vel með þessum rétti. Sjálf nota ég eingöngu heilhveitipasta frá Rit – finnst það létt og afar bragðgott. Passið að ofelda ekki pastað.

 

 

 

Salat:

 • grænt salat rifið niður

   

 • kirsuberjatómatar skornir í tvennt

   

 • svarta ólífur

   

 • olía

   

 • svartur pipar

   

 

 

Öllu blandað saman í stóra skál.