Kopar

 • Almennt um kopar
  Í fullvöxnum manni eru 80 mg af kopar. Mest er af honum í lifrinni og heilanum. Kopar er sérstaklega mikill í lifur fóstra og nýbura. Talið er að koparinn sé eins konar forði á meðan barnið er á brjósti, því að þá er koparupptakan lítil.

  • Hvernig nýtir líkaminn koparinn?Kopar er í mörgum ensímum, m.a:

   Myndun adrenalíns og boðefnisins noradrenalíns
   Ákveðin ensím sem eru mikilvæg fyrir myndun adrenalíns og boðefnanna dópamíns og noradrenalíns í heila og nýrnahettum. Þessi efni verka sem boðefni frá taugafrumum þegar sléttu vöðvarnir í æðaveggjunum dragast saman við blóðþrýstingsjöfnun. Einnig þegar senda þarf boð til háranna á handleggjunum og skipa þeim að rísa í kulda.

   Sindurefni
   Kopar er líka í ensímum sem verja líkamann gegn sindurefnum en sindurefni eru skaðleg úrgangsefni frá frumum. Viss ástæða er til að ætla að of mikill kopar hafi þveröfug áhrif og verki eins og oxari, þ.e. myndi sjálfur þessi skaðlegu sindurefni.

   Járnbúskapur í rauðum blóðkornum
   Kopar er í ferrioxidasa sem er ensím sem tengist járnbúskapnum í rauðu blóðkornunum.

   Bandvefur
   Kopar er þar að auki í lysyloxídasa sem er ensím sem stýrir myndun bandvefs sem kallast elastín.

  • Í hvaða fæðu finnst kopar?Kopar er í fæðutegundum eins og innmat (lifur og nýrum), hnetum og skelfiski.
   • C-vítamin, járn og sink hindra upptöku kopars í meltingarveginum.
  • Hversu mikið má taka af kopar?Ekki er vitað með vissu hversu mikið líkaminn þarf af kopar. En það hafa verið gerðar tilraunir með koparskort. Þær rannsóknir benda til þess að 1,2 millgrömm á dag eigi að nægja.
  • Hver eru einkenni koparskorts?Koparskortur veldur iðulega:
   • daufkyrningafæð (neutropenia):
    Stafar af of fáum hvítum blóðkornum af ákveðinni tegund. Tímabundin neutropeni getur valdið hita og tannholdssýkingu eða sýkingu í slímhimnu munnhols
   • dvergkornablóðleysi (mikrocytic anemia):
    Blóðskortur sem stafar af smækkun rauðu blóðkornanna. Verður meðal annars vegna járnskorts
   • breytingum á beinum og beinþynningu
   • tilhneigingu til sýkinga.

   Tilraunir með koparskort hafa sýnt að hjá fullorðnum getur hann valdið hækkuðu kólesteróli og óreglulegum hjartslætti. Alger koparskortur er samt mjög fátíður. Fólk sem þjáist af glútenóþoli hefur einnig reynst vera með lítið af kopar í blóðinu.

  • Hvað er Menkes-veiki?Menkes-veiki stafar af koparskorti sem orsakast af slæmri koparupptöku úr meltingarveginum. Einkennin tengjast þeim ensímum sem koparinn binst
   • húð og hár missa lit
   • hárið verður strítt
   • breytingar verða í taugakerfinu
   • blóðþrýstingur lækkar
   • líkamshiti lækkar
   • andnauð
   • minnkaður andlegur þroski
   • beinþynning
   • breytingar verða á æðakerfinu
   • tilhneiging til sýkinga.
  • Hvað er Wilsons-veikiWilsons-veiki er alvarlegur sjúkdómur í koparbúskapnum og veikin er banvæn ef ekki er leitað lækninga við henni. Veikin brýst ekki út nema barnið erfi sjúkdómsgenið frá báðum foreldrum.
   • Veikin hefur í för með séruppsöfnun kopars, aðallega í lifrinni
   • þráláta lifrarbólgu
   • skorpulifur
   • blóðskort
   • minnkaðan andlegan þroska

   Meðferð er fólgin í koparsnauðu fæði og penicillamin

  • Hvernig á að meðhöndla koparskort?Ef koparskortur er meinið er ráðlegt að taka aukaskammt af kopar.
   mest 3 milligrömm á dag fyrir fullorðna
   mest 1 milligramm á dag fyrir börn
  • Hvers ber að gæta þegar kopar er tekinn?C-vítamin, járn og sink hindrar upptöku kopars í meltingarveginum.
  • Hvernig lýsir of mikið koparmagn sér?
   • Koparjónir eru mjög ertandi fyrir slímhimnu þarmanna.
   • Neysla aðeins nokkurra milligramma af kopar getur valdið uppsölu og niðurgangi.
   • Kranavatn sem er mengað kopar úr rörinu getur valdið niðurgangi hjá nýburum og smábörnum.
   • Inntaka kopars í grammatali getur valdið skorti á rauðum blóðkornum, skaðað lifrina, valdið lágum blóðþrýstingi og jafnvel dauða.
  • Hollráð!
   • Kranavatn sem er mengað kopar úr rörinu getur valdið niðurgangi hjá nýburum og smábörnum.
   • Í útlöndum ætti aldrei að drekka vatn beint úr heitavatnskrananum.
   • Ef ekki hefur verið skrúfað frá krananum lengi er best að leyfa vatninu að renna dágóða stund áður en drukkið er.
   • Einnig er best að láta vera að nota ógalvaníseraða potta og pönnur þar sem koparinn er í beinni snertingu við matinn.