Króm

Almennt um króm

Vítamín og sameindir eru settar saman úr fleiri eða færri frumeindum sem bindast hver annarri en króm er frumefni, þ.e. ein frumeind. Þörfin fyrir króm er afskaplega lítil og því flokkast það sem snefilefni en sá flokkur ásamt vítamínunum telst til örnæringarefna.

Hvernig nýtir líkaminn króm?

Hormónið insúlín flytur sykur frá blóðinu inn í vöðva- og fitufrumur líkamans. Menn telja að króm bindist efni sem á þátt í að stýra sykurþoli og verkar eins og hjálparefni insúlíns.

  • Króm á sem sagt að vera gagnlegt við að halda niðri blóðsykrinum. Nákvæm lífefnafræðileg virkni króms er þó ekki kunn, en hún er mælanleg því eftir að menn hafa borðað mjög sætan mat sést að insúlín og króm hefur aukist í blóðinu. Þetta hefur orðið til þess að menn telja að króm eigi þátt í að auka sykurupptöku í frumunum.

Í hvaða mat er króm?

Króm finnst í margs konar matvælum en aðeins í litlum mæli. Fæðan verður að vera fjölbreytt til að sinna þörfinni.

  • Upptaka króms úr grænmeti er ekki eins góð og til dæmis úr kjöti, osti, og skelfiski.

Hvað má taka inn mikið króm?

Ekki er vitað hve þörfin fyrir króm er mikil en 20-200 míkrógrömm á dag eru talin nægja.

Hver eru einkenni krómskorts?

Ekki hafa fundist nema þrjú tilfelli af krómskorti. Þau komu upp eftir margra mánaða næringargjöf. Ákveðnar rannsóknir benda til að krómskortur minnki virkni insúlíns og hækki því blóðsykur og auki sykurtap með þvagi.

Krómskortur á ekki neina sök á sykursýki.

Það er ekkert sem styður það að krómskortur eigi þátt í sykursýki

Hvernig lýsir of mikið króm sér?

Mikil inntaka af krómi hefur ekki leitt til eitrunar. Þrígilt króm er ekki eins eitrað, en ef tekið er 1-2 grömm af sexgildu krómi geta lifrin og nýrun beðið mikinn skaða af. Þeir sem eru í snertingu við króm í sambandi við iðnstörf eiga á hættu að fá útbrot og hættan á krabbameini eykst.

Má taka vítamín/steinefni með öðrum lyfjum?

C-vítamín eykur upptöku króms.