Leiðbeinandi þunglyndispróf Goldbergs

Hér er hægt að taka leiðbeinandi þunglyndispróf Ivans K. Goldbergs geðlæknis. Svara skal spurningunum og smella á ÚTKOMA neðst á síðunni. Dr. Ivan Goldberg hefur í mörg ár starfað sem geðlæknir í New York.

Á þunglyndiskvarða Goldbergs er hægt að sjá ef einhverjar vísbendingar eru um þunglyndi, en kvarðann má einnig nota til að fylgjast með vikulegum framförum í meðferð á þunglyndi – hvort heldur um er að ræða lyfjameðferð eða viðtöl. Síðan er hægt að prenta yfirlitið og sýna lækni eða sálfræðingi svörin; hann getur þá séð hvernig ástandið breytist í hverri viku.

Til athugunar: Þetta er EKKI tæki til að sjúkdómsgreina! Ekki ber að skilja að kvarðinn komi í stað faglegrar aðstoðar. Ef grunur er um þunglyndi skal hafa samband við heimilislækni eins fljótt og auðið er, án tillits til þess hver niðurstaðan er úr Goldbergs-prófinu.

Spurningunum skal svara með tilliti til þess hvernig líðanin hefur verið síðustu 7 dagana. Merkja skal við að hve miklu leyti umsögnin á við ástand svaranda.

Stig: 0 1 2 3 4 5
Spurning: Alls ekki Sjaldan Stundum Oft Mjög oft Alltaf
Ég er lengi að öllu.
Framtíð mín virðist vonlaus.
Ég á erfitt með að einbeita mér að lestri.
Öll gleði og ánægja er horfin úr lífi mínu.
Ég á erfitt með að taka ákvarðanir.
Ég hef misst áhuga á því sem áður var mér einhvers virði.
Í huga mér er leiði, depurð og óhamingja.
Ég er eirðarlaus og get ekki verið kyrr.
Ég finn fyrir þreytu.
Það krefst mikillar áreynslu að ljúka litlu verki.
Spurning: Alls ekki Sjaldan Stundum Oft Mjög oft Alltaf
Ég finn til sektar og finnst ég eiga skilið að vera refsað.
Mér finnst ég vera algjörlega misheppnuð manneskja.
Mér finnst ég vera tómur/tóm, frekar dauður/dauð en lifandi.
Ég hef svefntruflanir: of lítill, of mikill eða rofinn svefn.
Ég velti fyrir mér HVERNIG ég geti framið sjálfsmorð.
Mér finnst ég vera ófrjáls, innilokaður/innilokuð.
Ég er niðurdregin(n), jafnvel þegar eitthvað gott hendir mig.
Ég hef lést eða þyngst án þess að vera á matarkúr.

Heimild og höfundarréttur: Dr. Ivan K. Goldberg