Létta leiðin til að hætta að reykja?

Allen Carr

ALLIR REYKINGAMENN VILJA HÆTTA!

HÆTTU BARA – ÞAÐ ER ENGINN VANDI

LOSAÐU ÞIG ÚR ÞRÆLDÓMNUM!

 • Þú þarft lítinn sem engan viljastyrk
 • Þú fitnar ekki
 • Þú lendir ekki í neinu slæmu fráhvarfi – engri kvöl
 • Þú losnar strax og auðveldlega
 • Þú saknar ekki reykinganna
 • Þú missir ekki af neinu
 • Þú fórnar nákvæmlega engu
 • Aðferð Allen Carr er náttúruleg
 • engar nálar
 • ekkert sem á að koma í staðinn
 • engin önnur eiturlyf eða efni

Létta leiðin til að hætta að reykja

Hugsaðu þér hvernig það væri, ef það væri enginn vandi að hætta? Án þess að þú þurfir að beita rosalegum viljastyrk? Ef það væri nú bara spurningin um að nota réttu aðferðina?

Aðferðin fer um allan heim.

Allen Carr reykti í 33 ár, frá 60 og upp í 100 sígarettur á dag. Hann reyndi ótal sinnum að hætta, með ýmsum aðferðum, en mistókst alltaf. 1981 uppgötvaði hann þá aðferð sem dugði og tókst loksins að hætta. Það var hlægilega auðvelt fyrir hann, og fyllti hann strax ótúlegri gleði og stolti. Næstu árin þróaði hann þessa byltingakenndu aðferð sína á hundruðum námskeiða með reykingamönnum. Aðferð Allen Carr er nú notuð um allan heim, á meira en 20 tungumálum, og hefur nú þegar frelsað miljónir manna frá reykingum, auðveldlega og átakalaust.

Út á hvað gengur þessi aðferð?

Aðferð Allen Carr verður ekki líkt við neitt sem við þekkjum. Enginn hræðsluáróður, ekki dáleiðsla eða nálastunga. Aðferðin notar ekki nein hjálparmeðul eins og nikótín-tyggjó, plástra, sogstauta eða nefúða. Við tyggjum það ekki í þig að reykingar séu skaðlegar heilsu þinni og kosti þig offjár, það er þér nú þegar fyllilega ljóst. Við tilheyrum ekki neinum sértrúarsöfnuði erum ekki í félagi gegn reykingum og aðferðin beitir heldur ekki hörku eða heraga. Leiðbeinendurnir voru sjálfir harðir reykingamenn og hættu með aðferð Allen Carr. Einungis þeir sem hafa sjálfir reykt geta skilið hvernig þér líður.

Enginn vandi að hætta

Á námskeiðinu öðlast þú nýja þekkingu á reykingum. Aðferð Allen Carr færir þér leiðarvísi út úr þessu flókna völundarhúsi, opinberar þér hvers vegna þú reykir, hvers vegna það hefur hingað til verið svona erfitt að hætta og hvernig þú getur nú auðveldlega hætt að reykja, varanlega og þarft aldrei að hafa áhyggjur af þessu framar.

Frá reykingamanni til reykleysingja

Þetta námskeið hefur mörg sérkenni. Þú reykir til dæmis á meðan þú ert að hætta! Hversvegna? Vegna þess að það er best að hætta þegar maður er rétt undirbúinn – og við gefum þér þann undirbúning á námskeiðinu.

Bara eitt 4-5 stunda námskeið – er það hægt?

Það hljómar ótrúlega, en flestum (80-90%) nægir þetta eina námskeið til þess að verða hamingjusamir reykleysingjar. En mennirnir eru ekki allir eins. Við fylgjum þér áfram eftir námskeiðið. Ef þú þarft, geturðu komið á tvö viðbótar námskeið, sem færa þér aðferðina ennþá nánar, án aukagreiðslu. Auk þess veitum við þér stuðning í síma ef þarf. Öll námskeiðin skila um 90% árangri.

Endurgreiðslu Trygging

Ef þú ert búin/n að koma á öll 3 námskeiðin innan þriggja mánaða, en ert samt ekki hætt/ur að reykja, færðu allt þáttökugjaldið endurgreitt. Þú hefur engu að tapa, en allt að vinna!

Þú getur bara grætt á því!

Ímyndaðu þér bara hvað það væri dásamlegt ef þér tækist það nú:

 • Aðalatriðið er: Það verður enginn vandi fyrir þig að losa þig endanlega við reykingarnar! Jafnvel þó að þú getir ekki einu sinni ímyndað þér það!
 • Það breytir engu hvort þú reykir 5 sígarettur á dag eða 80, árangur aðferðarinnar fer ekkert eftir magninu.
 • Þú munt uppgötva á námskeiðinu að þú hefur margfalt meiri viljastyrk en þú hefur hingað til haldið. Samt sem áður þarftu engan ‘járnvilja’ – löngun þín til að hætta nægir alveg.
 • Við dæmum ekki hjálparmeðulin – en þú þarft þau alls ekki.
 • Þú fitnar ekki.
 • Árangur þessarar aðferðar er varanlegur. Þú munt njóta þess að þurfa aldrei aftur að reykja; það sem eftir er.

Hvað græðir þú svo á því að verða reyklaus.

 • Þú öðlast raunverulegt stolt.
 • Þér mun líða frábærlega þegar þú þarft ekki lengur að ofbjóða heilsu þinni!
 • Þú sparar strax mikla peninga. 12.000,-, 24.000,- eða 36.000,- á hverjum mánuði!
 • Þú verður heilbrigðari, orkumeiri, duglegri og þú færð betra útlit.
 • Þú munt njóta þess í botn að verða loksins frjáls.

Pétur Einarsson, símar 553 9590 – 899 4094  petur@easyway.is