Liðhlaup

Ef bein fara úr liði og haldast þannig að beinendarnir snertast ekki er talað um liðhlaup. Liðhlaup er algengast á öxlum, olnbogum, fingrum, mjöðmum, hnéskeljum og ökklum.

Hvað sérðu?
Einkenni liðhlaups eru lík einkennum beinbrots: Aflögun, mikill sársauki, bólga og skert hreyfigeta. Aflögunin er höfuðeinkenni liðhlaups því liðurinn lítur allt öðruvísi út en óskaddaður mótpartur hans.

Hvað gerirðu?
• Hringdu á aðstoð og láttu lækni um að laga liðhlaupið. Ekki reyna að kippa í liðinn (koma beinendunum aftur í samt horf) því við það gætu taugar og æðar skaddast.
• Kældu áverkann.
• Þú mátt nota spelkur til að skorða liðinn í þeirri stellingu sem komið var að honum í ef langt er í aðstoð.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross íslands.