Matur og sykursýki

Hollur matur fyrir sykursjúka


Fæðið er mikilvægur liður í meðferð sykursýki. Rétt mataræði er notað ásamt insúlín-og/eða töflugjöf. Ef þú ert of þung/ur er nauðsynlegt að þú léttist.
  • Veljið minni fitu, bæði sýnilega og leynda.
  • Borðið gróft brauð, hrísgrón, pasta og kartöflur.
  • Borðið grænmeti, gjarnan oft á dag.
  • Veljið magurt kjöt, fuglakjöt og fisk.
  • Borðið ferska ávexti.
  • Veljið fituminni mjólkurafurðir.
  • Borðið 5-6 máltíðir á dag.
  • Farið sparlega með sykur.
  • Farið varlega í áfengi.

Forðist sýnilega fitu