Medic Alert

Medic Alert kerfið getur hjálpað fólki í neyð einkum þeim sem haldnir eru sjúkdómum sem geta skyndilega versnað.

Á Medic Alert armbandi eða hálsmeni má finna spjaldskrárnúmer, upplýsingar um sjúkdóma og símanúmer bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sem geymir sjúkraskrár fyrir eigendur Medic Alert nista. Læknar og hjúkrunarfólk geta hringt á spítalann á öllum tímum sólarhrings, gefið upp spjaldskrárnúmerið, og aflað upplýsinga um sjúkdóma, lyfjameðferð og sjúkrahúsdvöl nistiseiganda. Einnig má fá uppgefin nöfn og símanúmer nánustu ættingja og læknis viðkomandi.

Athugið þessarupplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands