Meðvitunarstig

Meðvitundarlaus manneskja bregst ekki við áreiti, hvorki opnar augun né sýnir viðbrögð við sársauka.

Manneskja með meðvitund getur bæði verið með fulla eða skerta meðvitund. Sá sem er með opin augu og getur svarað spurningum er með fulla meðvitund. Sé meðvitundin skert bregst manneskjan ef til vill við munnlegu áreiti en áttar sig kannski ekki á stað og stund. Sumir bregðast þó við sársauka, með því að kippast við, en geta ekki opnað augun eða svarað spurningum.

Skert meðvitund eða meðvitundarleysi getur til dæmis gefið til kynna skaða af völdum súrefnisskorts í heila, ofneyslu lyfja eða áfengis, áverka á miðtaugakerfið eða truflun á efnaskiptum vegna sykursýki, flogs eða hjartveiki.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands