Menningarheimar mætast

Þessi síða er hluti af ritinu Menningarheimar mætast

Áhrif trúar, menningar og arfleifðar á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar

Inngangur

Á skömmum tíma hefur íslenskt þjóðfélag breyst úr fremur einsleitu samfélagi í fjölþjóðlegt. Til landsins hefur flust fólk af ólíkum uppruna, mótað af arfleifð og menningu þess lands sem það kemur frá, lífsháttum og trúarhefð.

Flestum er það mjög mikilvægt að trú þeirra og menningararfleifð sé virt. Þetta tvennt hefur oft afgerandi áhrif á ákvarðanir einstaklinga t.d. hvað varðar heilbrigða lífshætti og á viðhorf þeirra til þátta er lúta að meðferð og umönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Að vera meðvitaður um þann mun sem er milli ólíkra menningarheima, þó ekki sé nema að litlu leyti, getur auðveldað heilbrigðisstarfsfólki að mæta þörfum og væntingum sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Megintilgangur þessa verks er að gera upplýsingar aðgengilegar fyrir heilbrigðisstarfsfólk um ólík menningar- og trúartengd áhrif sem geta mótað viðhorf einstaklingsins, ekki síst þegar hann stendur frammi fyrir lífsatvikum eins og fæðingu, sjúkdómum, þjáningu og dauða. Leitast er við að varpa ljósi á þá trúarheimspeki, athafnir, lífsgildi og viðhorf sem einstaklingar af ýmsum trúarbrögðum, þjóðernum og trúarsöfnuðum kunna að hafa og sem geta haft áhrif á samskipti og meðferð innan heilbrigðisþjónustunnar. Rétt er að hafa í huga að trúarþarfir einstaklinga eru mismiklar. Það sem gildir fyrir einn þarf ekki að gilda fyrir annan þó að sömu trúar sé.

Ekki hafa áður verið teknar saman hliðstæðar upplýsingar hér á landi svo vitað sé. Upplýsingarnar eru byggðar á íslenskum og erlendum bókum svo og á erlendum greinum er tengjast efninu. Þá var haft samband við öll trúarsamfélög sem skráð eru hjá Hagstofu Íslands og telja 100 meðlimi eða fleiri. Var þeim í öllum tilvikum gefinn kostur á að koma á framfæri upplýsingum um atriði sem taka þyrfti tillit til varðandi umönnun og meðferð og gætu talist frávik frá hefðbundinni nálgun. Margir lögðu verkinu lið með góðum ábendingum og upplýsingum er tengjast trúarsamfélög þeirra. Fái þeir bestu þakkir fyrir.

Bent er á að oftar en ekki er völ á túlkaþjónustu á vegum Alþjóðahúss sem er upplýsinga-og menningarmiðstöð. þá þjónustu er sjálfsagt er að nýta, ekki síst þegar mikilvæg mál eru rædd.

Landlæknisembættið í samvinnu við Landspítala-háskólasjúkrahús hafur gefið út rit sama efnis og sem ber sama heiti Menningarheimar mætast. Ritið fæst hjá Landlæknisembættinu.

Þekking heilbrigðisstarfsmanna á megingildum ólíkra þjóðfélagshópa sem leita til heilbrigðiskerfisins er líkleg til að auðvelda nálgun, eftirlit, meðferð og umönnun sjúklinga. Hún er til þess fallin að auka skilning, samvinnu og traust milli manna og stuðla að betri samskiptum og árangri. Á þessu byggir grundvallarhugmyndafræði heilbrigðisþjónustunnar það er að mæta einstaklingum á hans forsendum og veita heildræna meðferð.

GYÐINGDÓMUR
BÚDDISMI
ISLAM – Múhameðstrú
HINDÚISMI
KAÞÓLSKA KIRKJAN
RÉTTTRÚNAÐARKIRKJAN
BAHÁ´ÍAR
MORMÓNAR
VOTTAR JEHÓVA
TAÓISMI – Kínversk heimspeki
LANDAKORT


HEIMILDIR

Eckel, M. D. (1998). Búddasiður. M. D. Coogan (ritstj.). Trúarbrögð heimsins, í mynd og máli. Íslensk þýðing eftir Ingunni Ásdísardóttur. (bls.164-197) Reykjavík: Mál og Menning.

Ehrlich, C. S. (1998). Gyðingdómur. M. D. Coogan (ritstj.). Trúarbrögð heimsins, í mynd og máli. Íslensk þýðing eftir Ingunni Ásdísardóttur. (bls.16-51) Reykjavík: Mál og Menning.

Gerardi, R. (1989). Western Spirituality and Health Care. In V. B. Carson (Ed.). Spiritual Dimensions of Nursing Practice. Philadelphia: Harcourt Brace and Company.

Gordon, M. S. (1998). Islam. M. D. Coogan (ritstj.). Trúarbrögð heimsins, í mynd og máli. Íslensk þýðing eftir Ingunni Ásdísardóttur. (bls.90-123) Reykjavík: Mál og Menning.

Hagstofa Íslands (2000). Landshagir: Mannfjöldi eftir fæðingar- og ríkisfangslandi 31. desember 1999. Reykjavík: Hagstofa Íslands.

Hagstofa Íslands (2000). Landshagir: Mannfjöldi eftir trúfélögum 1. desember 1999. Statistical yearbook of Iceland 2000. Reykjavík: Hagstofa Íslands.

Hale, R. D. (1998). Kristindómur. M. D. Coogan (ritstj.). Trúarbrögð heimsins, í mynd og máli. Íslensk þýðing eftir Ingunni Ásdísardóttur (bls. 54-87) Reykjavík: Mál og Menning.

Klessig, J. (1992). The Effect of Values and Culture on Life-Support Decisions. The Western Journal of Medicine. 157 (3), 316-321.

Koenig, B. A; Gates-Williams, J. (1995). Understanding Cultureal Difference in Caring for Dying Patiends. The Western Journal of Medicine,163 (3), 244-249.

Kokkenen, P. et.al. (1986). Vård av döende med hänsyn till religion och övertygelse. Helsinki; Medicinalstyrelsen.

Lea, A. (1994). Nursing in today’s multicultural society: a transcultural perspective. Journal of Advanced Nursing, 20, 307-313.

Martin, J. P. (1989). Estern Spirituality and Health Care. In V. B. C. (Ed.). Spiritual Dimensions og Nursing Practice. Piladelphia:Harcourt Brace and Company.

Narayaanan, V. (1998). Hindúasiður. M. D. Coogan (ritstj.). Trúarbrögð heimsins, í mynd og máli. Íslensk þýðing eftir Ingunni Ásdísardóttur. (bls.126-161) Reykjavík: Mál og Menning.

Neuberger, J. (1994). Caring For Dying People of different Faiths. London: Mosby

Oldstone-Moore, J. (1998). Kínversk trúarbrögð. M. D. Coogan (ritstj.). Trúarbrögð heimsins, í mynd og máli. Íslensk þýðing eftir Ingunni Ásdísardóttur. (bls.200-235) Reykjavík: Mál og Menning.

Sigurbjörn Einarsson (1962). Helstu trúarbrögð heims. Reykjavík; Almenna bókafélagið.

Sigurbjörn Einarsson (1994). Trúarbrögð mannkyns. Reykjavík; Skálhotsútgáfan.

Wray, L. A. (1992). Health Policy and Ethnic Diversity in Older Americans. Dissonance or Harmony? The Western Journal of Medicine, 157 (3), 357-361.

Eftirtaldi aðilar veittu ómetanlega aðstoð við gerð þessa rits með góðum ábendingum og upplýsingum er tengjast trúarsamfélögum þeirra. Fái þeir bestu þakkir fyrir.

Bahá’ísamfélagið: Þorkell Ágúst Óttarsson, Robert Badí Baldursson.

Búddismi: Robert Eddison, Búddistafélagi Íslands; Andrea Sompit Siengboon, tælenskir búddistar; Katrín Thuy Ngo, vietnamskir búddistar; Kelsang Drubchen, Sigrún Elín Birgisdóttir, Karuna, samfélag Mahayana búddista.

Gyðingdómur: Aliza H. L. Kjartansson.

Hindúatrú: Harpa Jósefsdóttir Amin, Prashant Kumar.

Islam: Salmann Tamimi, Félagi Múslima á Íslandi.

Kaþólska kirkjan: Séra A. George.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: Bárður Gunnarsson.

Rétttrúnaðarkirkjan: Þóra Valsteinsdóttir Tsoukalas, gríski rétttrúnaðurinn; Jón Ólafsson og Ksenía Ólafsson, rússneski rétttrúnaðurinn.

Taóismi: Gao Li.

Vottar Jehóva: Svanberg K. Jakobsson og Páll Pedersen. Birt með góðfúslegu leyfi Landlæknisembættisins, Landspítala-háskólasjúkrahúss og höfunda