Oföndun

Oföndun, hröð og djúp öndun getur verið fylgifiskur andlegs álags.

Hvað sérðu?
Viðkomandi:
• Andar oftar en 40 sinnum á mínútu
• Finnur fyrir dofa t.d. í kringum munn
• Fær fiðring í hendur og fætur
• Fær köfnunartilfinningu

Hvað gerirðu?
• Reyndu að róa og hughreysta einstaklinginn.
• Hvettu hann til að anda rólega niður í kviðinn, anda inn gegnum nefið og halda niðri í sér andanum í nokkrar sekúndur og anda síðan út um stútmyndaðar varir.
• Láttu sjúklinginn anda í bréfpoka.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands