Sigrum brotin: þekktu og minnkaðu áhættu þína á að fá beinþynningu.

Alþjóða beinverndarsamtökin IOF hvetja ungt fólk til að fjárfesta í beinum. Átröskun (anorexia), sem á undanförnum mánuðum hefur hrist upp í tískuheiminum, getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir beinin og orðið áhættuþáttur beinþynningar.

Mesti vöxtur og þroski beina á sér stað á við kynþroskann á aldrinum 11 – 17 ára. Það er á þessum árum sem margar stúlkur fórna heilsu sinni þegar þær leitast við að vera eins grannar og margar fyrirsætur sem þær sjá í tímaritum og sjónvarpsþáttum. Það er á þessum aldri sem það skiptir mestu máli að  að fjárfesta í beinum sínum minnka þannig áhættu sína á beinbrotum síðar á ævinni.

Beinþynning er útbreiddur, langvarandi sjúkdómur sem veldur því að beinin verða stökk og brotna auðveldlegar. Þó að það sé algengast hjá konum um og eftir tíðahvörf, þá er lagður grundvöllur „beina innistæðunni“ fyrr á ævinni, oftast á unglingsárunum.

Alþjóða beinverndarsamtökin (IOF) bentu á tengsl eru á milli átröskunar (anorexíu) og heilbrigði beinanna í riti sem kom út í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi Beinlínis hollt. Þar kemur m.a. fram að það er áhættuþáttur að vera undir kjörþyngd og að megrunarkúrar geta stefnt heilsu beinnanna í hættu. Átröskun (anorexía) var nefnd sérstaklega vegna þess að stúlkur sem haldnar eru þeim sjúkdómi eru mjög grannar og getur það valdið því skortur verðir kvenhormónum (estrógen) sem síðan veldur beintapi á svipaðan hátt og beintap verður við tíðahvörf.

Lágur líkamsþyngdar stuðull (BMI) er einn þeirra áhættuþátta sem tekinn verður inn í nýtt áhættupróf sem sérfræðingar innan alþjóða beinverndarsamtaknna IOF eru að vinna að og verður kynnt á alþjóða beinverndardaginn þann 20. október 2007. Yfirskrift dagsins verður sigrum brotin: þekktu og minnkaðu áhættu þína á að fá beinþynningu.