Sjúkrakassar og slökkvitæki í ökutækjum

Í reglum um gerð og búnað ökutækja nr: 822/2004 er fjallað um öryggisbúnað í bifreiðum.

Í lið 24.03 segir: Slökkvitæki í ökutæki skal vera af viðurkenndri gerð fyrir A, B og C brunaflokka og skal vera komið fyrir í festingum sem því er ætlað. Ef áskilið slökkvitæki er dufttæki skal það vera með innan við ársgamla vottun frá viðurkenndri slökkvitækjaþjónustu um að slökkvitækið sé í lagi.  Ef áskilið slökkvitæki er halontæki skal þrýstingsmælir sýna eðlilegan þrýsting. Áskilið slökkvitæki skal vera merkt skráningarnúmeri bifreiðar.

Í lið 24.04 um sjúkrakassa segir: Innihald áskilins sjúkrakassa skal vera skv. fyrirmælum landlæknis. Áskilinn sjúkrakassi skal vera merktur skráningarnúmeri bifreiðar.

Í lið 24.12 segir: Í hópbifreið í undirflokki I og A skal vera a.m.k. einn sjúkrakassi sem viðurkenndur er fyrir hópbifreið, en í hópbifreið í undirflokki II, III og B skulu þeir vera a.m.k. tveir eða einn með tvöföldu innihaldi. Að minnsta kosti einn sjúkrakassi skal vera nálægt ökumannssæti. Í hópbifreið í undirflokki A og B skal vera eitt eða tvö slökkvitæki sem svara til a.m.k. 4 kg dufttækis. Í hópbifreið í undirflokki skal vera  a.m.k. eitt slökkvitæki og í hópbifreið í undirflokki II og III skulu vera a.m.k. tvö slökkvitæki sem svara til a.m.k. 6 kg dufttækis hvert um sig. Að minnsta kosti eitt slökkvitæki skal vera í nálægð ökumannssætis.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands