Svitalykt í fötum

Ég hef átt við það vandamál að eyðileggja föt út af svitalykt. Síðan las ég það á einhverjum erlendum vef að gott væri að nota edik.

Ég hef með góðum árangri sett edik á svitablettina. Þegar ég fer úr fötunum set ég 15% matreiðsluedik á blettinn og sting flíkinni í þvottavélina en passa verður að edikið komist ekki í snertingu við húðina. Ég hef meira að segja farið að nota aftur boli sem ég hélt að væru ónýtir. Það er eins og að venjulegt þvottefni ráði ekki við þessa lykt.