Sykursýki og sjónukvilli

 

Hvað er sjónukvilli hjá sykursjúkum?

 

Sjónukvilli (Retinopathy) er sjúkdómur sem orsakast af of háum blóðsykri hjá sykursjúkum. Einnig er algengt að sykursjúkir fái gláku og augndrer (ský á auga).

Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður getur hann leitt til blindu.

 

Hver er orsökin?

 

Sjúkdómurinn stafar af of háum blóðsykri. Það veldur því að litlu æðarnar í sjónhimnunni leka blóði og blóðvökva (Simplex retinopathy) og í versta falli myndast nýjar æðar (Proliferative retinopathy). Þessar nýju æðar eru lélegar og geta sprungið, sem aftur getur valdið sjónleysi. Ef sjúklingurinn þjáist af insúlínóháðri sykursýki er hætta á að hann fái sjónukvilla sem leggst á gula blettinn í auganu en þar er sjónin best.

 

Hver eru einkennin?

 

Sykursýkissjónukvilli er á tímabilum:

  • einkennalaus.

Því er mjög mikilvægt að fara reglulega til augnlæknis, sem getur greint sjúkdóminn áður en einkenna verður vart og svo hægt sé að hefja meðferð.

Þegar sjúkdómurinn ágerist:

  • versnar sjón eða sjóndepru verður vart.
  • er blinda alvarlegasta afleiðingin.

Ef sjúklingur er með insúlínóháða sykursýki (týpu 2) er hætta á skemmdum á gula blettinum (Maculopathy) þ.a.l.:

  • verður þörf fyrir lesgleraugu.

 

Hver eru hættumerkin?

 

Léleg meðhöndlun á sykursýki (blóðsykurgildin eru of há) stóreykur hættu á því að sjúklingurinn fái augnsjúkdóm.

 

Sjálfshjálp

 

Halda blóðsykurgildunum sem næst eðlilegum.

Mikilvægt er að fara reglulega í skoðun (einu sinn á ári) hjá:

  • augnlækni sem stundum lætur taka mynd af augnbotninum.

 

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

 

Greiningin er byggð á myndatöku og skoðun á augnbotninum.

 

Hreyfing

 

Ef nýjar æðar myndast í sjónhimnunni getur mikil líkamleg áreynsla leitt til þess að æðarnar springa og blæðing verður í glerhlaupi augans.

 

Batahorfur

 

Mikilvægt er að fyrirbyggja sjúkdóminn með því að halda blóðsykurgildunum sem næst eðlilegum. Það kemur í veg fyrir eða hægir á þróun sjúkdómsins.

Með reglulegu eftirliti og nútímameðferð er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum.

 

Hver er meðferðin?

 

 

  • Góð stjórnun á blóðsykrinum.
  • Lasermeðhöndlun á sjónhimnunni til að koma í veg fyrir að nýjar æðar myndist í sjónhimnunni.
  • Ef blæðing verður í glerhlaupi í auganu er hún fjarlægð.
  • Drer (ský á auga) er meðhöndlað með skurðaðgerð.
  • Gláka er meðhöndluð með augndropum og stundum aðgerð.