Tanntæknir

Heiti stéttarfélags/stjórnar:

Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna

Nafn á tengilið:

Erla Ingólfsdóttir, formaður og framkvæmdastjóri

Aðsetur:

Sími: 554-4170 eða 899-4170
Fax: 564-4091
Netfang: ftat@islandia.is

Starfssvið (hlutverk):

Tanntæknir

 • aðstoðar tannlækni við aðgerðir, svara í síma og sér um sjúkraskýrslur og birgðahald á tannlæknastofu
 • tekur til sjúklingaspjaldskrá hvers dags og undirbýr tannlæknastofu að morgni, gengur frá stofu að loknum vinnudegi, þ.e. hreinsar tannlæknastól, skol, borð og skápa
 • tekur við tímapöntunum
 • tekur á móti sjúklingum og býr þá undir meðferð
 • tekur til áhöld sem nota þarf við aðgerðir, blandar fyllingar, efni í afsteypur o.þ.h., undirbýr og tekur röntgenmyndir og framkallar filmur
 • veitir tannlækni aðstoð meðan á aðgerð stendur
 • sótthreinsar áhöld og búnað eftir hverja notkun
 • aðstoðar við að taka mát og afsteypur og smíða tannlíkön
 • bindur inn boga, festir tyllur á tennur og formar beisli hjá tannréttingasérfræðingi
 • sér um daglegt viðhald á tækjum, s.s. smurningu, kaupir inn áhöld og efni t.d. í fyllingar, afsteypur og til sótthreinsunar
 • heldur skýrslu um þá meðferð sem hver sjúklingur fær, tekur við greiðslum frá sjúklingum, færir endurgreiðslureikninga og sér í sumum tilvikum um bókhald tannlæknastofu
 • starfar ýmist á almennri tannlæknastofu eða hjá tannlækni sem sérhæfir sig t.d. í barnatannlækningum, kjálkaskurðlækningum, tannréttingum eða tannholdslækningum.

Er viðkomandi stétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum:

Tanntæknar eru heilbrigðisstétt viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum.

Menntun:

Nám sem liggur að baki, hva Tanntæknimenntun fer fram í Heilbrigðisskólanum sem er innan veggja Fjölbrautaskólans við Ármúla, svo og við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Lágmarkskröfur á brautinni eru 87 einingar.

Námið er viðurkennt af Lánasjóði íslenskra námsmanna og lánar sjóðurinn til þess eftir sínum reglum.

Nám í öðrum framhaldsskólum er metið.

Hliðargreinar:

Er möguleiki á að sérhæfa sig eða bæta við menntun.