Þunglyndi

Hvað er þunglyndi?

Með þunglyndi er átt við sjúklega geðlægð. Sjúkdómurinn er mjög algengur, um það bil 20 % kvenna og 7-12% karla mun einhvern tíma í líf sínu fá það mikil þunglyndiseinkenni að þau þurfi að leita sér lækningar. Margt bendir til þess að sjúkdómurinn liggi í fjölskyldum. Þunglyndi má venjulega lækna með viðtalsmeðferð og lyfjameðferð. Oft koma þunglyndistímabil aftur og aftur.

Hvers vegna verður maður þunglyndur?

Margt bendir til að truflun sé á boðefnum í heila hjá fólki með þunglyndi. Innihald boðefnanna seretónín og noradrenalin er lægra en eðlilegt er. Orsökin er óþekkt en arfgengir þættir varðandi stjórnunina á þessum boðefnum eru þar líklega að baki. Aðrir þættir (sálræn áföll, einstaka lyf, næring og fleira) geta líka haft áhrif boðefnin. Þunglyndislyf virðast virka með því að auka magnið af seretónín í heila.

Hvernig er að vera með þunglyndi?

Það er eðlilegur hluti tilverunnar að vera leiður af og til og mörkin milli þessara eðlilegu geðbrigða og eiginlegs þunglyndis eru óljós. Við þunglyndi er þó gjarnan ekki hægt að benda á einhverja utanaðkomandi orsök. Sjúkdómurinn er oft alveg óskýranlegur fyrir þann sem hefur sjúkdóminn, fjölskyldu og vini. Það er þannig ekki um viðbrögð að ræða við sérstöku áfalli.

Helstu einkenni eru:

 • minni áhugi eða gleði við venjuleg störf og skemmtun
 • minni matarlyst og menn léttast, eða að matarlyst eykst og menn þyngjast
 • minni eða aukinn svefn
 • óróleiki, tregða
 • minni kyngeta
 • orkuleysi, þreyta
 • lítisvirðandi hugsanir, sjálfsásakanir og/eða ýkt sektarkennd
 • minni einbeiting, hægari í hugsun, óákveðni
 • hugleiðingar um sjálfsvíg, sjálfsvígstilraunir

Hvað er hægt að gera sjálfur?

 • Kynnstu veikindum þínum.
 • Leitaðu þér hjálpar þegar veikindin gera vart við sig.

Hvernig greinir læknirinn þunglyndi?

Með viðtali og skoðun. Ekki eru til örugg próf sem ákvarða hvort maður sé þunglyndur. Í vissum tilfellum sendir læknirinn í myndatökur, tekur blóðsýni, til að útiloka aðrar orsakir fyrir einkennunum (of lágan blóðsykur, of- eða vanstarfsemi í skjaldkirtli, vítamín B12-vöntun, heilabilun (demens), hormónatruflanir o.fl.).

Hverjar eru horfurnar?

 • Möguleikarnir á því að læknast af þunglynd eru góðir. Meðferðin styttir sjúkdómstímabilið og dregur úr einkennum.
 • Flestir þeirra sem finna til þunglyndis verða það aðeins einu sinni eða í fá skipti á lífsleiðinni. Ákveðnum tegundum þunglyndis fylgja þó tíð og endurtekin þunglyndistímabil og þá er nauðsynlegt að vera í fyrirbyggjandi meðferð.

Hvernig er hægt að lækna þunglyndi?

 • Við auðveldustu þunglyndistilfellin er viðtalsmeðferð nægjanleg. Oftast er þó þörf fyrir þunglyndislyfjameðferð.
 • Við erfið tilfelli, sérstaklega þegar hinn veiki er hættulegur sjálfum sér vegna sjálfavígshugsana, kemur innlögn til greina. Meðferðin getur annað hvort verið með þunglyndislyfjum eða, ef það nægir ekki, með rafmeðferð (raflost), sem er örugg og árangursrík meðferð. Fyrirbyggjandi lyfjameðferð getur verið nauðsynleg hjá sumum.

Hvaða lyf er hægt að gefa?

 • Seretónín aukandi lyf (SSRI- selective seretonin reuptake inhibitor) í töflum og vökva.
 • Seretónín og noradrenalín aukandi lyf í töfluformi.
 • Þríhringlaga lyf í töflum og innspýtingum.
 • Fjórhringlaga lyf í töflum.
 • Mónóamínóoxíðasahemjandi lyf í töflum.
 • Lítíumsölt í töfluformi.

Lesa nánar um efni tengt þunglyndi