Tognun á lið

Tognun á lið
Þegar liðbönd og aðrir vefir skaddast við harkalega teygju eða snúning er talað um tognun. Oft er erfitt að greina á milli alvarlegrar tognunar og brots vegna þess hve einkennin eru lík.

Hvað sérðu?
· Skert hreyfigeta. 
· Bólga og mar.
· Verkur.

Hvað gerirðu?
· Skorðaðu liðinn.
· Kældu áverkann.
· Komdu einstaklingnum undir læknis hendur.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands