Veirur valda krabbameini í leghálsi

Leghálskrabbameinsleit
Með frumustroki frá leghálsi er unnt að greina leghálskrabbamein á forstigi eða á algeru byrjunarstigi (huinstigi). Leitaraðferðin er notuð í mörgum löndum. Leghálskrabbameinsleit hófst hér á landi 1964. Leitin beinist nú að konum á aldrinum 20-69 ára og eru þær boðaðar til skoðunar á tveggja ára fresti. Árangurinn er ótvíræður og frá byrjun leitar hefur nýgengið lækkað um 64% og dánartíðnin um 83%. Um helmingur þeirra kvenna sem greindist með leghálskrabbamein á tímabilinu 2001-2006 voru á hulinstigi sjúkdóms og keiluskurður einn og sér því nægjanleg aðgerð.

Úr fræðslubæklingi gefinn út af Krabbameinsfélaginu, sem birtist í heild sinni hér.  Tilgangurinn með þessum bæklingi er að upplýsa
konur um orsakir leghálskrabbameins, HPV-veirur, bólusetningu gegn HPV og um leghálskrabbameinsleit.