Grein: Góð ráð fyrir fólk sem sinnir skrifstofuvinnu

Það er áhættusamt  að sitja við vinnu allan daginn og getur  stytt ævina um nokkur ár en fylgni er á milli kyrrsetuvinnu og hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki, ákveðinna krabbameina og stoðkerfismeina. Mikilvægt er að vera meðvitaður og standa upp, gera æfingar og hvíla augun reglulega yfir daginn. Hér eru nokkur góða …

Lífstíll: Lykillinn að langlífi og góðri heilsu.

Uppskriftin að þvílíkum gæðum er að finna á svonefndum Bláu svæðum en þau eru fimm í heiminum og dreifast nokkuð jafnt kringum miðbaug jarðarinnar. Þetta eru Okinawa eyjan í Japan, fjallahérað á Sardiníu, gríska eyjan Ikaría, Nicoya skaginn á Costa Rica og Sjöundi aðventistasöfnuðurinn í Loma Linda í Kaliforníu. Íbúar …

Sjúkdómur: Fyrstu einkenni Alzheimer.

Fyrstu einkenni Alzheimer sjúkdómsins geta verið einstaklingsbundin en algengustu eru: Skert skammtímaminni Muna t.d. ekki nýlegar samræður, dagsetningar og viðburði sem standa til. Treysta æ meira á minnismiða og ættingja með dagsetningar og spyrja ítrekað sömu     spurninga. Eðlilegar breytingar með aldri eru gleyma nöfnum og stefnumótum en muna þau …

Grein: Algengar spurningar um Covid-19

Einkenni Þurr hósti Hiti Bein-og vöðvaverkir Þreyta og slappleiki Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Ef þú veikist af kvefi eða öðrum öndunarfærasýkingum og hefur ekki umgengist aðra frá skilgreindum  áhættusvæðum, er mælt með að þú haldir þig bara heima þar til …

Grein: Fjörfiskur

Fjörfiskur eru ósjálfráðir vöðvakippir í augnloki,oftast efra loki. Þessir kippir geta varað frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga Orsakir Ástæður fjörfisks eru ekki þekktar en vitað er um nokkra þætti sem geta útleyst þessa vöðvakrampa. Áfengi Mikil birta Koffein Reykingar Vindur í augu Erting í auga eða innan í …

Grein: Táfýla

Ástæða Táfýla kemur vegna samspils fótasvita og baktería. Það eru náttúrlegar bakteríur  á fótum, sérstaklega á milli tánna, sem sjá m.a. um að brjóta niður dauðar húðfrumur. Við það niðurbrot verður til vond lykt  sem líkist lykt af gömlum ost, ammoníaki eða ediki. Fótasviti myndar kjöraðstæður fyrir þessar bakteríur til …

Grein: Einmanaleiki

Einmanaleiki er ekki það sama og vera einn. Allir finna fyrir einmanaleika einhvern tímann  og það er eðlilegt en það er ekki fyrr okkur finnst við vera föst í einmanaleikanum sem hann verður að vandamáli. Einmanaleiki er tilfinningin að vera einn og afskiptur og vera dapur yfir því.  Mörgum líður …

Grein: Karlar með brjóst

Brjóstvöxtur (gynecomastia) er þekkt vandamál meðal karla og er yfirleitt vegna breytinga á framleiðslu kynhormónanna testósteróns og estrógens. Brjóstastækkun getur komið fram í bara öðru brjóstinu eða  báðum og stundum er hún mismikil milli brjósta. Þetta er yfirleitt hættulaust ástand og ekki er ástæða til inngripa en getur stundum  fylgt óþægindi …

Grein: Sinaskeiðabólga

Sinaskeiðabólga er bólgusjúkdómur í sinaslíðri á innanverðum úlnlið sem veldur náladofa,verk eða brunatilfinningu í úlnlið og fingrum. Orsök Sinar sem stjórna hreyfingu fingra liggja frá beinum í úlnlið og fram í fingur. Sinarnar liggja þétt saman ásamt aðalhandartauginni, í göngum eða slíðri innanvert á úlnlið. Þegar bólga hleypur í þetta …

Grein: HEILSUVERA-þín heilsugátt

Heilsuvera er  upplýsingavefur þar sem einstaklingar geta náð í heilbrigðisupplýsingar um sig úr miðlægum gagnagrunni allra heilbrigðisstofnana. Þessi vefur er á ábyrgð  Embættis landlæknis og er unnin í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hugbúnaðarfyrirtækið TM Software. Tilgangurinn með Heilsuveru var að þróa öruggan rafrænan aðgang fyrir einstaklinga að eigin heilbrigðisupplýsingum, hvar og …

Grein: Slæmir siðir og tannheilsa

Lífsstíll okkar hefur oft mikil áhrif á heilsu okkar og velferð. Það er margt í venjum okkar sem hafa slæm áhrif á tannheilsuna og æskilegt að breyta þeim. Pelanotkun fyrir svefn. Það er slæmur siður að láta börn sofna út frá mjólkurpela. Það eykur líkurnar á tannskemmdum að sofna með …

Grein: Freknur

Freknur eru skaðlausir litlir húðblettir sem innihalda meira af litarefni en húðin í kring. Skýring Melanin er litarefni sem ákveðnar húðfrumur (melanocytes) framleiða til að verja húðina gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Melanin endurkastar og/eða gleypir geislana. Ljóst fólk er í grunninn með minna melanin í húðinni en fólk sem …

Grein: Sinadráttur

Sinadráttur er skyndilegur vöðvakrampi sem fylgir oftast mikill sársauki og skert hreyfigeta. Oft er hægt að þreifa fyrir hörðum vöðvahnút sem einnig getur verið sýnilegur undir húðinni. Orsakir Ástæður geta verið margvíslegar en algengast eru Of mikið líkamlegt álag t.d. stífar íþróttaæfingar Ofþornun Mikil kyrrstaða t.d. standa lengi við vinnu …

Grein: Inngrónar táneglur

Inngrónar táneglur eru nokkuð algengt vandamál þar sem horn eða hlið tánaglar vex inn í mjúka vefinn og veldur bólgu og eymslum. Einkenni. Roði, bólga,verkir eða eymsl meðfram nöglinni. Oft fylgir þessu mikill sársauki. Jafnframt getur komið sýking í mjúka vefinn við nöglina. Oftast er um nögl stórutáar að ræða. …

Lífstíll: Hlaupastingur

Hlaupastingur er sár, stingandi verkur neðst í brjóstkassa sem kemur fram við áreynslu, helst hlaup og einnig sund.  Verkurinn er oftast hægra megin.  Ástæður hlaupstings eru ekki þekktar en margar kenningar hafa veið settar fram og rannsakaðar án þess að óyggjandi niðurstöður hafi fengist. Helstu kenningarnar eru tengdar matarræði fyrir …

Grein: Rafrettan og heilsan

Rafrettan og heilsan Á einu ári hafa rafrettur orðið gríðarlega áberandi í samfélaginu. Saga gufureykinga er aldagömul en rafrettur komu fyrst á markaðinn fyrir um 10 árum,þróaðar af kínverska lyfjafræðingnum Hon Lik til að hjálpa sér að hætta að reykja.  Með rafrettum losnar maður við krabbameinsvaldandi tjöru og eiturefnum úr …

Grein: 12 góð ráð við langvarandi verkjum

Við langtímaverkjum getur verið hjálplegt að nýta sér náttúrurlegar leiðir til verkjastillinga hvort sem þær eru notað samhliða verkjalyfjum eða eingöngu.  Hér eru tólf náttúrlegar leiðir til að draga úr verkjum. Auka losun endorfína í líkamanum. Endorfínhormónar setjast í opíötviðtakana og blokkera sársaukaskilaboð til heilans á sama hátt og morfín …

Grein: Stattu upp!

Við sitjum allt of mikið við vinnu og heima. Þegar setið er lengi við tölvu, skrifborð eða fyrir framan sjónvarp hægir á líkamsstarfseminni, orkunotkun líkamans verður nær því sem er í hvíld og vöðvar rýrna. Rannsóknir sýna að kyrrseta eykur líkurnar ótímabærum dauðsföllum vegna aukinnar hættu á hjarta-og æðasjúkdómum, sykursýki, …

Grein: Skammdegisþunglyndi

Mörgum reynist skammdegið þungt, eiga erfitt með að vakna á morgnana og drungi og leiði hellist yfir.  Forfeðrum okkar reyndist þessi árstími líka erfiður og löngu fyrir Krists burð sáu menn ástæðu til að gleðjast eftir vetrarsólstöður, þegar sól hækkaði aftur á lofti eða fæddist á ný að þeirra trú, …

Grein: Marblettir

Marblettir koma fram þegar háræðar undir yfirborði húðar rofna og leka blóði út í vefinn. Venjulega koma marblettir fram á útlimum eftir högg t.d. þegar rekist er í hluti. Fyrst kemur fram svartur og blár litur sem breytist síðar í græn-gulan lit og loks í ljósbrúnan eða ljósgulan. Liturinn kemur …

Grein: Hrukkur

Allir fá einhverjar hrukkur með aldrinum en ýmsir þættir eins og sólargeislar,reykingar og mengun flýta fyrir og auka hrukkumyndun.   Húðin Húðin er gerð úr þremur lögum: Húðþekja (epidermis) er ysta húðlagið sem hindrar að vökvi komist inn í líkamann og þar eru húðfrumur sem framleiða litarefni (melanin) sem ráða …

Sjúkdómur: Heimakoma

Hvað er heimakoma? Heimakoma(erysipelan) er ein tegund húðsýkingar sem hefur einkennandi birtingamynd. Heimakoma er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag …

Grein: Aloa vera

Aloa vera plantan hefur verið notuð í árhundruði í lækningaskyni og síðustu áratugina talsvert íí snyrtivörur. Aloa gelið er talið vera gott við ýmsum húðkvillum s.s. sýkingar, bruna og sár. Eins hafa blöð plöntunar hjálpað til við hægðatregðu. Margar kenningar eru um lækningamátt Aloa vera,sumt hefur verið afsannað á meðan …

Sjúkdómur: Fætur og sykursýki

Sykursýki er þegar blóðsykur er of hár af því að líkaminn getur ekki nýtt hann vegna skorts á insúlíni, sem brisið á að framleiða. Sykur er öllum frumum líkamans nauðsynlegur sem orkugjafi líkt og bensín á bíl. Til að frumur líkamans geti notað sykurinn þarf hann að komast inn í frumurnar …

Grein: Öndunarmælingar

Öndunarmæling (spirometria) er algeng og einföld mæling á starfshæfni lungnanna og er mikilvæg við greiningu, meðferð og eftirlit lungnasjúkdóma. Greining Óeðlileg öndunarmæling er merki um aukna áhættu á ótímabærum dauðsföllum ekki síður en hár blóðþrýstingur eða hækkað kólesteról. Hægt er að nota lungnamælingu til að greina orsakir mæði og er …

Sjúkdómur: Ertu með sykursýki?

Fyrstu einkenni sykursýki tegund 2  geta hæglega farið framhjá þeim sem hafa sjúkdóminn. Erlendar tölur sýna að allt að þriðjungur veikra gangi um  án þess að gera sér grein fyrir að þeir hafi sjúkdóminn. Fyrstu einkenni eru: Þorsti/tíð þvaglát                   Því getur fylgt …

Sjúkdómur: Fótasveppur

Hvað er fótasveppur? Fótasveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum eru þeir sem kallast dermatophytar en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Sveppirnir lifa á dauðum húðfrumum, hári og nöglum. Læknisheitið yfir fótsveppi er tinea pedis, dermatophytosis, eða …

Grein: Eyrnasuð

Eru til einhver ráð við þessum hvimleiða kvilla? Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið …

Sjúkdómur: Kæfisvefn

Síðustu áratugina hefur verið vitað að til eru öndunartruflanir sem eingöngu koma fram í svefni. Langalgengasta truflunin er öndunarhlé sem varir í tíu sekúndur eða lengur. Ef slík öndunarhlé eru 5 eða fleiri á klukkustund og þeim fylgir óvær svefn, háværar hrotur og dagsyfja er ástandið kallað kæfisvefn (sleep apnea …

Sjúkdómur: Keiluglæra

Keiluglæra (keratoconus) er sjúkdómur í hornhimnu augans. Hornhimnan er glæri kúpullinn framan á auganu  sem á að vera kúptur líkt á Perlan í Öskjuhlíðinni. Í keiluglæru hefur hornhimnan þynnst og misst lögun sína, sígur út á við og verður keilulaga. Ójafnan veldur sjónskerðingu með nærsýni og sjónskekkju. Keiluglæra kemur oftast …