Grein: Sjögrens sjúkdómur

Hvað er Sjögrens sjúkdómur? Sjögrens sjúkdómur er ekki sjúkdómur í venjulegum skilningi, heldur svokallað heilkenni (syndrom) þ.e. samsafn sjúklegra einkenna sem geta átt sér fleiri en eina orsök. Sjúklegar breytingar koma fram í útkirtlum líkamans svo sem tára- og munnvatnskirtlum en geta einnig komið fram í útkirtlum annarra líffæra svo …