Er allt í gulu?  

“Gulur september” er samvinnuverkefni opinberra stofnanna og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.  

  1. september ár hvert er tileinkaður forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. 

 

Í ár er lögð sérstök áhersla á geðheilbrigði eldra fólks. Einmannaleiki og félagsleg einangrun er algengari meðal eldra fólks og eru þau síður líkleg að leita sér aðstoðar en þeir sem yngri eru. Rannsóknir hafa sýnt að aukning á vellíðan geti átt þátt í betri heilsu. 

 

Er allt í gulu? Við getum öll bjargað lífi með samtali  

  1. Taktu eftir, vertu vakandi fyrir merkjum um vanlíðan eða breytingum á hegðun 
  1. Hlustaðu – Taktu samtalið, ef þú hefur áhyggjur, spurðu nánar, þorðu að spyrja dýpri spurninga. Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum. 
  1. Leitaðu lausna – Finnið leiðir að stuðningi og aðstoð.  
  1. Fylgdu eftir – Spurðu um líðan. Kannaðu hvort aðstoðin fékkst.  

 

Hvernig styðjum við eldra fólkið okkar? 

  1. Myndum tengsl 
  1. Hvetjum til að stuðla að rútínu. Rútína stuðlar að færni 
  1. Hvetjum til þátttöku í samfélags viðburðum, svosem eins og; gönguhópar, námskeið, handavinnuhópar ofl. Í bæjarfélögum landsins eru hópar ætlaðir eldri borgurum með allskyns félagsstörfum (dagdvöl, leikfimi, samvera, handmennt ofl).  
  1. Leitaðu lausna – Finnið leiðir að stuðningi og aðstoð 

Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að glíma við sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaðahegðun eða mikla vanlíðan, þá er mikilvægt að vita að hjálp er alltaf innan seilingar. Píeta samtökin veita stuðning allan sólarhringinn, alla daga ársins, þér og þínum að kostnaðarlausu í síma 552-2218. Einnig er hægt að leita aðstoðar í hjálparsíma Rauða krossins (1717), símaráðgjöf Heilsuveru (1700) og á þinni heilsugæslustöð. 

Höfundur greinar