Bit

Er allur að steypast útí bitum, aðallega á fótum, er eitthvað fyrirbyggjandi hægt að gera ? ef ekki hvað er hægt að bera á eða taka við til að minnka kláðann, er komið sár á allavega 2 bitunum.
Var erlendis þar til í byrjun síðustu viku svo varla þaðan komið.
Hef ekki verið í sumarbústað eða vitandi um lúsmý
Kveðja

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Á vefsíðu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hægt að nálgast upplýsingar um það hvernig er hægt að fyrirbyggja og meðhöndla bit eftir lúsmý. Þessar ráðleggingar eiga einnig við um flestar svipaðar blóðsugur. Ef almenn ráð duga ekki til eða áhyggjur vakna er best að leita til þinnar heilsugæslu.

https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2020/07/16/Forvarnir-gegn-lusmyi/

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur