Kynlíf eftir 70.ára..

Komdu sæl..

Ég er 70.ár og var að kynnast yndislegum manni sem að sjálfsögðu vill að við eigum saman gott kynlíf (Og ég að sjálfsögðu líka ) en gallinn er sá að ég hef enga löngun,,kenni ég því um að ég hef þurft að vera á geðlyfjum frá 24.ára aldri,,hef ég oftast verið kynköld vegna þeirra..Fyrir 10. mánuðum var skipt um lyf hjá mér er ég núna á “ Venlafaxin“ sem gera mér mjög gott fyrir utan þetta vandamál….Hvað er til ráða,,svo að ég og vinur minn getum átt saman líf síðasta spölinn..??

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mikið er dásamlegt að þú eigir góðan vin og fullkomlega eðlilegt að þið viljið eiga gott kynlíf.

Kyndeyfð er þekkt vandamál, sérstaklega þegar aldurinn færist yfir ekki síst hjá konum þegar breyting verður á hormónastarfsseminni.

Þekkt er að sum geðlyf geta líka valdið kyndeyfð.

En það þýðir ekki að það sé öll von úti. Ég læt fylgja með grein  HÉR sem vonandi varpar betra ljósi á það sem þið eruð að glíma við.

Opinskátt samtal við maka þinn er lykill að bættu kynlífi og svo eru til kynlífsráðgjafar og  ýmis hjálpartæki sem geta mögulega gagnast ykkur

Eins er hægt að ræða við heimilslækninn ef ástæða er til þess að skoða lyf.

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur