Blöðrur á eggja stokkum

Hvað er hægt að gera við blöðrum á eggja stokkum

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Blöðrumyndun er hluti af eðlilegu starfi eggjastokka hjá frjósamri konu og ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir að blöðrur myndist. Yfirleitt eru þessar vökvafylltu blöðrur einkennalausar og leysast upp án meðferðar en stórar og þrálátar blöðrur gæti stundum þurft að fjarlægja með skurðaðgerð. Það eru nokkrar tegundir af blöðrum og best að ræða við sinn kvensjúkdómalækni varðandi gerð og þá meðferð hjá hverjum og einum. Almenn verkjameðferð felur í sér notkun á bólgueyðandi lyfjum og finnst sumum líka gott að setja hitapúða á kviðinn, yfir verkjastað.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.