ég er 75 ára. er í lagi að taka inn testosteran ?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Testosterone er hormón sem myndast hjá báðum kynjum, í nýrnahettum beggja, í eistum hjá körlum og í eggjastokkum kvenna. Hormónið myndast þó almennt í mun meira magni hjá karlmönnum og er oft kallað karlhormón.
Hormónið hefur víðtæk áhrif í líkamanum, og getur haft áhrif á kynhvöt og kyngetu, hárvöxt, vöðvarýrnun, máttleysi, slappleika o.fl.
Raunverulegur testosteron skortur getur verið tilkominn vegna ýmissa þátta svosem aldurs, langvinna sjúkdóma, ýmissa lyfja, höfuðáverka, sýkinga, krabbameins og áfengismisnotkunar, svo eitthvað sé nefnt.
Því er mikilvægt ef að grunur leikur á skorti á testósterón í líkamanum að leita til læknis til þess að fá úr því skorið á hvaða grunni skorturinn byggist. Í kjölfar greiningar er síðan hægt að finna meðferð, sem mögulega getur verið ávísun testosterón hormóns í lyfjaformi.
Gangi þér vel
Erla Guðlaug Steingrímsdóttir
Hjúkrunarfræðingur