Nikótínpúðar eru orðnir mjög algengir hjá stórum hópum í samfélaginu. Púðarnir innihalda nikótín sem frásogast í gegnum slímhúðina í munninum og eru oft notaðir til að veita úrræði fyrir reykingamenn sem vilja hætta eða draga úr neyslu.
Mikilvægt er þó að vera meðvitaður um mögulega heilsufarsáhættu sem tengist notkun þeirra.
Kostir nikótínpúða:
- Heilbrigðari kostur miðað við reykingar: Nikótínpúðar eru taldir minna skaðlegir en reykingar á sígarettum þar sem ekki er verið að anda að sér skaðlegum efnum eins og tjöru og koltvísýring.
- Stjórnum skammtastærða: Jafnt flæði nikótíns og stjórn á skömmtun, sem getur hjálpað þeim sem reyna að hætta að reykja eða minnka nikótín neysluna.
- Þægileg og áþreifanleg notkun: Nikótínpúðar eru einfaldir í notkun sem gerir þá auðvelda daglegu lífi. Það getur flokkast sem bæði kostur og ókostur.
- Án ilm eða reyk: Enginn ilmur eða reykur sem truflar aðra.
Gallar nikótínpúða:
- Ávanabindandi eiginleikar: Nikótín er mjög ávanabindandi. Áhrifin sem það hefur á taugakerfið getur gert það erfitt fyrir notendur að hætta að nota nikótín, jafnvel þótt þeir séu meðvitaðir um áhættuna. Púðarnir geta því skapað nýjan ávana sem er jafn erfitt að losna við og reykingar.
- Nikótín er skaðlegt efni: Þrátt fyrir að vera heilsusamlegra en reykingar á sígarettum, þá er nikótínið sjálft ekki skaðlaust. Nikótín getur aukið blóðþrýsting og örvað hjartslátt, sem getur aukið áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Langvarandi notkun nikótíns getur leitt til aukinnar hættu á kransæðasjúkdómum, hjartaáföllum og heilaslagi.
- Getur valdið húðútbrotum: Sumir notendur finna fyrir húðáverkum, sárum eða útbrotum þar sem púðinn snertir húðina.
- Áhrif á heilaþroska unglinga: Jafnvel í litlu magni getur nikótín haft áhrif á þróun heila, sérstaklega hjá ungmennum, sem getur leitt til varanlegra breytinga á taugakerfi þeirra. Þetta getur haft áhrif á minni, hegðun, athygli og vitsmunalega hæfni þeirra.
- Takmarkaður upplýstingar og rannsóknir: Þar sem nikótínpúðar eru tiltölulega nýir á markaði er ekki nægjanlega mikið af langtímarannsóknum um hugsanlegar áhættur sem neyslu þeirra fylgir.
Höfundur greinar
Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar