Hvað er Glúkósi (blóðsykur)

Glúkósi er tegund sykurs sem kemur frá fæðunni sem við innbyrðum og líkaminn nýtir svo sem mikilvægan orkugjafa. Þau eru margþætt áhrifin á blóðsykurinn, t.d.;

  • Líkamleg áreynsla
  • Fæði
  • Skert geta lifrar til þess að framleiða blóðsykur
  • Hormón, t.d. Insúlín

Líkaminn er hannaður til þess að geyma glúkósabyrgðir í blóðinu og er gildi glúkósa (Blóðsykurs) breytilegur yfir daginn og hækkar hann iðulega við fæðuinntöku. Fáeinum klukkustundum eftir að líkaminn hefur innbyrt fæðu ætti blóðsykurinn að vera orðinn lægri en þá hefur hann farið úr blóðinu og í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns. Milli máltíða ætti gildi blóðsykursins að vera um 5,6mmól/L, (4,0 -6,0mmól/L), svo kallaður fastandi sykur. Það eru betafrumurnar í brisinu sem fylgjast grannt með blóðsykursstuðlinum. Í hvert skipti sem blóðsykur hækkar þá seyta frumurnar insúlíni í blóðflæðið.

Glúkósi kemur að mestu úr fæðu sem inniheldur kolvetni, svo sem eins og brauðmeti, kartöflum og ávöxtum. Of mikill glúkósi í blóðrásinni í langan tíma getur skaðað æðakerfið sem flytur súrefnisríkt blóð til líffærakerfa og getur hann aukið líkurnar á :

  • Hjarta- og æðasjúkdómum
  • Hjartaáfalli
  • Heilablóðfalli
  • Nýrnaskaða
  • Taugaskaða
  • Sjónskaða/leysi

Insúlín

er lífsnauðsynlegt hormón, framleitt af brisinu sem flytur glúkósa frá blóðinu í frumur fyrir orku og geymslu. Einnig stjórnar það efnaskiptum líkamans á kolvetnum, fitu og próteini. Án insúlíns getur líkaminn ekki geymt glúkósa í vöðvum eða lifur og ekki framleitt fitu. Í staðinn brýtur líkaminn niður fituna og framleiðir meðal annars ketoacids, en það er efni sem lifrin framleiðir frá fitu þegar sykurmagnið í líkamanum er af skornum skammti.

Hár blóðsykur (hyperglycemia):

getur haft margar orsakir svo sem eins og, veikindi, streita, aukin fæðuinntaka og ónæg insúlín inntaka. Einkenni hás blóðsykur er :

  • Stöðugur þorsti
  • Aukin þreyta
  • Aukin þvaglát
  • Náladoði, skert snertiskyn
  • Óskýr sjón

Lágur blóðsykur (hypoglycemia)

getur einnig haft margar orsakir svo sem eins og að sleppa máltíð, innbyrða of mikið insúlín, sykursýkislyf, ofþjálfun og áfengi. Blóðsykur undir 3,9mmól/L er talinn vera lágur blóðsykur. Einkenni lágs blóðsykurs er :

  • Skjálfti
  • Sviti
  • Kvíði
  • Pirringur og rugl ástand
  • Svimi
  • Svengd

Gott er að vera meðvitaður um þessi einkenni þar sem lágur blóðsykur getur verið hættulegur og ætti að vera meðhöndlaður eins fljótt og auðið er. Ef þessi einkenni koma fram er mikilvægt að innbyrða fæðu strax sem inniheldu mikinn sykur til þess að koma glúkósa sem hraðast inn til frumnanna. Það getur verið eins og:

  • Sætur djús
  • Nammi
  • Þurrkaðir ávextir

Ef fastandi glúkósi fer undir 3,9mmól/L eða yfir 10mmól/L hafðu strax samband við lækni.

Sykursýki

Sykursýki er fjölkerfasjúkdómur og langvinnt sjúkdómsástand sem hefur áhrif á það hvernig líkaminn nýtir fæðuna sem orkugjafa en líkaminn brýtur niður flesta fæðu sem glúkósa. Þegar blóðsykur hækkar er það merki um það að briskirtillinn sé að seyta insúlíni inn til frumna líkamans. Insúlín er því líkt og lykill fyrir frumurnar til að leysa orku. Þegar einstaklingur er með sykursýki, framleiðir brisið ekki insúlín eins og það á að gera eða getur ekki nýtt það og þegar líkaminn nær ekki að bregðast við insúlíninu hættir glúkósi að fara í frumurnar.

Greining á sykursýki fer fram með blóðsýni. Ef fastandi sykur er yfir 7mmól/L og ef sykur eftir fæðuinntöku er hærri en 11mmól/L er einnig talið að einstaklingur sé sykursjúkur.

Til eru tvær gerðar af sykursýki:

Sykursýki 1: Þá framleiðir brisið ekki nægilegt insúlín. Án insúlíns kemst glúkósi ekki í frumur líkamans og byggjast þá upp í blóðflæði æðakerfisins. Hár blóðsykur er skaðlegur fyrir líkamann og líffærakerfið. Sykursýki af týpu 1 kemur yfirleitt upp á ungum aldri en getur líka uppgötvast á öllum aldri, þessi týpa sykursýkis er sjaldgjæfara og er talið að um 5-10% mannkyns hafi þessa greiningu.

Eins og er, er ekki vitað hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessa týpu en hægt er að meðhöndla báðar týpur sykursýkis með aðstoð heilbrigðisstarfsfólks :

  • Reglulegt eftirlit með blóðsykri
  • Reglulegt eftirlit hjá lækni
  • Reglulegt eftirlit hjá augnlækni
  • Munnhirða og reglulegt eftirlit hjá tannlækni

Við greiningu á sykursýki týpu 1 fær einstaklingur lyfseðil fyrir insúlín penna og þarf hann að gefa sér insúlín daglega. Ekki er hægt að taka insúlín í töfluformi þar sem magasýrurnar eyðileggja það áður en það kæmist í blóðflæðið. Læknir mun vinna með einstaklingum til þess að finna réttan skammt og tegund penna.

Sykursýki 2: Frumur bregðast ekki við insúlíni eins og þær eiga að gera. Brisið fer að framleiða meira insúlín til að flytja glúkósa til þess að reyna að fá betafrumunum til þess að bregðast við. Að lokum nær brisið ekki að halda í við framleiðslu insúlíns og blóðsykur ríkur upp.

Sykursýki af tegund 2 þróast yfirleitt yfir nokkra ára skeið og getur verið viðvarandi í langan tíma áður en einkenni koma í ljós. Því er mikilvægt að vera meðvitaður fyrir áhættuþáttum:

  • 45 ára og eldri
  • Fjölskyldusaga um sykursýki 2, foreldri eða systkini.
  • Saga um meðgöngusykursýki
  • Fitulifur
  • Offita

Hægt er að halda sjúkdómsástandi í lágmarki með hreyfingu, borða hreina og holla fæðu, fylgjast vel og reglulega með blóðsykri með þar með gerðum mælum, stundum skrifa læknar upp á insúlín í töfluformi eða inndælingu með penna. Mikilvægt er að fylgjast einnig vel með blóðþrýstingi og kólesteróli.

Hvað er til ráða til að viðhalda heilbrigðum blóðsykri?

  • Regluleg hreyfing
  • Forðast unnar matvörur
  • Borða trefjaríkt fæði
  • Borða fæðu sem er rík af Omega-3
  • Borða reglulega yfir daginn, forðast milli mál
  • Halda að þér vökva, 1,5 – 2L á sólahring
  • Lágmarkaðu koffín og áfengi
  • Hafa stjórn á streitu

Heimildir fengnar af Webmd og CDC (Centers for Disease Control and Prevention).

Höfundur greinar