Hvað er Kortisól? 

Kortisól er sterahormón sem er framleitt í nýrnahettunum sem sitja á nýrunum. Það er oft kallað stresshormón því framleiðsla þess eykst við álag. Rétt jafnvægi kortisóls í líkamanum skiptir miklu máli fyrir góða heilsu og jafnvægi. Það hefur áhrif á nánast öll líffærakerfi líkamans. Of hátt eða lágt kortisól getur stundum tengst ýmsum sjúkdómum. 

Kortisól hjálpar líkamanum við: 

  • Efnaskipti og að vinna úr próteinum, kolvetnum og fitu 
  • Svörun líkamans við hættu og stressi 
  • Stjórnun blóðþrýstings 
  • Stjórnun blóðsykurs 
  • Minnkun bólguviðbragða 
  • Hringrás svefns og vöku 

Einkenni of hás kortisóls í líkamanum: 

  • Þyngdaraukning – sérstaklega á kvið og andliti 
  • Höfuðverkur 
  • Viðkvæm og þunn húð 
  • Einbeitingaskortur 
  • Óreglulegar tíðarblæðingar  
  • Hár blóðþrýstingur 

Einkenni of lágs kortisóls í líkamanum: 

  • Þyngdartap 
  • Þreyta 
  • Ógleði og uppköst 
  • Vöðvaslappleiki 
  • Kviðverkir 
  • Lágur blóðþrýstingur 

Þættir sem hafa jákvæð áhrif á kortisól: 

  • Góður svefn 
  • Regluleg hreyfing 
  • Hollt mataræði 
  • Regluleg slökun 
  • Öndunaræfingar 
  • Hlátur 
  • Góður félagsskapur 

Höfundur greinar