Talið er að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur er hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl og reglubundnu eftirliti, t.a.m. með ristilskimunum eftir fimmtugt. Ennþá er staðan sú að margir karlmenn taka lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því er mikilvægt að breyta vegna þess að það er svo margt sem við getum gert til þess að bæta eigin lífsstíl og það er aldrei of seint.
Þetta eru atriði eins og
- Hreyfing: öll hreyfing hefur jákvæð áhrif en áhrifin eru þó meiri eftir því sem virknin er meiri.
- Mataræði: Rannsóknir hafa sýnt að með hollu og fjölbreyttu mataræði og hæfilegu magni megi minnka líkur á krabbameinum og öðrum sjúkdómum, auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan.
- Áfengi: Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur og því meira sem er drukkið, því meiri er áhættan á krabbameini.
- Tóbak: Á hhttps://www.krabb.is/forvarnireimsvísu er tóbaksnotkun helsta orsök krabbameina sem hægt væri að koma í veg fyrir. Engin notkun tóbaks er skaðlaus og í hvert sinn sem það er notað eykst áhættan á krabbameinum.
- Líkamsþyngd: Ofþyngd og sérstaklega offita geta aukið líkur á ýmsum tegundum krabbameina. Líkurnar á krabbameinum aukast eftir því sem þyngdin er meiri.
- Sólarvarnir: Því oftar sem húð brennur og því meiri útfjólublárri geislun sem einstaklingur verður fyrir á lífsleiðinni, því meira aukast líkurnar á húðkrabbameini.
- Skimanir: Leit að ristilkrabbameini hefur þann tilgang að finna forstig (kirtilæxli) eða krabbamein á byrjunarstigi svo hægt sé að lækna meinið með því að veita viðeigandi meðferð. Gert er ráð fyrir að þær hefjist innan tíðar.
Nánar má lesa sér til á krabb.is
Höfundur greinar
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Allar færslur höfundar