Èg á ungling sem finnst óþægilegt að hafa hægðir annars staðar en heima, við fórum utanlandsferð og hafði hann ekki í hægðir í 10 daga.
Þarf èg að láta kíkja á hann?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,
Það væri ráðlegt að leita með unglinginn til heimilislæknis. Skoða þarf hvort vandamálið sé sálrænt, líkamlegt eða blanda af báðu. Mikilvægt er að vinna með hluti sem þessa þar sem algengt er að vítahringur geti skapast; sem getur leitt til hægðatregðu með tilheyrandi kviðverkjum auk aukinna einkenna s.s. kvíða tengdum hægðalosun. Gott er að passa vel uppá að hann fái vel trefjaríka fæðu og nægan vökva til þess að draga úr líkum á því að hægðatregði myndist eða versni.
Gangi ykkur vel
Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur