5 Ráð til að sigrast á kvefi 

1.Hvíld 

Númer eitt tvö og þrjú er hvíld. Þegar líkaminn er að berjast við sýkingu eða flensu skiptir öllu máli að halda sig heima fyrir og hvíla sig. Gott er að miða við 7-9 klukkustunda svefn og auka hvíld yfir daginn ef líkaminn kallar á það. Við mikil veikindi þurfum við lengri svefn. 

2.Forðast áreiti  

Bæði líkamlegt og andlegt áreiti getur skapað streitu sem hægir á bata. Að sinna heimilisverkum, stunda  líkamsrækt, mæta í vinnu eða sinna heimavinnu, jafnvel það að horfa mikið á sjónvarpið getur allt hægt á bataferlinu meðan veikindin eru sem mest. 

3.Drekka vel 

Með því að drekka nóg af vatni er hægt að koma í veg fyrir hugsanlega ofþornun og minnka höfuðverk og þreytu. Það losar einnig um og getur komið í veg fyrir mikla slímmyndun. Við mikil uppköst, niðurgang eða háan hita getur verið gott að drekka vökva sem inniheldur elektrólýta.  

4.Næringarrík fæða 

Líkaminn vinnur á næringunni sem hann fær. Sykur, hvítt hveiti og unnin matvara myndar bólgur og hægir á bataferlinu. Grænmeti, ávextir, kjöt, fiskur og heilhveiti stuðla að góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi. Einnig getur verið gagnlegt að grípa í heita kjöt eða grænmetissúpu, te, sítrónu, hvítlauk, túrmerik, hnetur, fræ, eða ber.  

5.Hreinlæti 

Með reglulegum handþvotti er hægt að koma í veg fyrir smit á heimilinu. Hreint og skipulagt umhverfi stuðlar að vellíðan og bata. Sem dæmi er gott að fara í heita sturtu eða bað, huga að hreinu svefnherbergi og opna glugga reglulega til þess að fá ferskt loft inn.  

Höfundur greinar