Lífstíll: Er E-vítamín í stórum skömmtum gagnslaust?

Fjölmargir Íslendingar taka E-vítamín daglega og fylgja þar fordæmi margra annarra þjóða. Tilgangurinn er að draga úr tíðni ýmissa alvarlegra sjúkdóma, þ.á.m. krabbameina, kransæðasjúkdóma og heilablóðfalla. E-vítamín er fituleysanlegt vítamín og er í hópi svonefndra sindurvara eða andoxunarefna. Talið hefur verið að með því að hindra oxun kólesteróls megi draga …