Grein: Sjónlag – hæfni augans til að sjá skýrt

Orðið „sjónlag” er notað yfir hæfni augans til að sjá skýrt. Sjónin getur breyst með árunum. Sumir sjúkdómar, svo sem sykursýki geta einnig haft áhrif á sjón. Ýmsir augnsjúkdómar hafa auðvitað bein áhrif á sjón, svo sem ský í augasteini (katarakt), gláka og aldursbundin sjónhimnuhrörnun/rýrnun (stundum kölluð „kölkun” í augnbotnum). …