Sjúkdómur: Félagsfælni
Hvað er félagsfælni og hvernig lýsir hún sér? Félagsfælni má skilgreina sem yfirdrifinn, óraunhæfan, og þrálátan kvíða í tengslum við félagslegar aðstæður, þ.e. samskipti við annað fólk eða að framkvæma athafnir að öðrum viðstöddum. Kvíðinn veldur því að einstaklingurinn forðast meðvitað slíka félagslega þátttöku, finnur til mikils kvíða í aðstæðunum …