Sjúkdómur: Þvagleki

Er eðlilegt að þvaglykt sé af sumu gömlu fólki? Þvagleki er eitt af þessum algengu vandamálum sem verður stærra en efni standa til vegna þess að það er feimnismál. Þetta getur orðið svo slæmt að fólk neiti að viðurkenna, fyrir sjálfum sér og öðrum, að eitthvað sé að en einangrist …

Grein: Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Njálgurinn er þráðlaga, hvítleitur að lit og er kvendýrið um 10 mm að …

Sjúkdómur: Lungnaþemba (COPD)

Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ryk. Sumir þeirra …

Grein: Fjöltaugaskemmd

Fjöltaugaskemmd eða fjöltaugakvilli (polyneuropathy) getur lýst sér á marga vegu og getur átt sér fjölmargar orsakir. Fjöltaugakvilli er truflun á starfsemi margra tauga í senn sem oft byrjar í fótum og getur breiðst út til annarra líkamshluta. Stundum gerist þetta skyndilega en einkenni geta líka komið hægt og sígandi á …

Grein: Eirðarleysi í fótum

Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“ og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það …

Sjúkdómur: Millirifjagigt

Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versna við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. Svipuð einkenni og við festumein …

Grein: Tvíburarannsóknir

Geta rannsóknir á tvíburum svarað erfiðum spurningum í læknisfræði? Stundum er því haldið fram að flestir eða allir sjúkdómar séu arfgengir og þá má aftur spyrja hvað menn hafi fyrir sér í því. Hafa ber í huga að sjúkdómar geta verið arfgengir að mismunandi miklu leyti; sumir sjúkdómar erfast þannig …

Grein: Er fæðuofnæmi algengt?

Rannsóknir sýna að algengi fæðuofnæmis er 2-8% hjá börnum og 1% hjá fullorðnum. Í sumum löndum eru þessar tölur þó sennilega eitthvað hærri. Fyrir fullorðna eru þetta mun lægri tölur en búist var við og virðist fæðuofnæmi ekki vera eins algengt meðal fullorðinna og talið hefur verið. Samkvæmt þessum nýju …

Grein: Ofnæmi: Húsryk og rykmaurar

Eru rykmaurar algeng og hættuleg meindýr? Hvað er rykmaur? Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Rykmaurar fundust hins vegar ekki í hýbýlum fólks fyrr …